Asískur kjúklingur með hvítlauk og engifer

by thelma

Asískur kjúklingur með hvítlauk og engifer

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

3- 4 kjúklingabringur
2 msk maísenamjöl
1/2 tsk salt
1/2 tsk hvítur pipar
2 msk olífu olía
1 lítill haus brokkolí
1 lítill haus blómkál
1 1/2 hvítlaukur
3 vorlaukar
1 cm ferskt engifer
4 msk rice wine 
4 mask sojasósa 

Aðferð

  1. Skerið kjúklingbringurnar í litla bita.
  2. Setjið maísenamjöl, salt og pipar saman í skál og hrærið saman.
  3. Veltið kjúklingnum upp úr maísenamjölinu og steikið á pönnu með olíu.
  4. Saxið niður brokkolí og blómkál og setjið saman við kjúklinginn þegar kjúklingurinn er alveg að verða full eldaður. 
  5. Bætið hvítlauk og vorlauk saman við og steikjið léttilega, passið ykkur þó á því að hvítlaukurinn brenni ekki.
  6. Setjið rice wine, sojasósu og rifið engifer saman við og hrærið þar til öllu hefur verið blandað vel saman. 
  7. Saltið eftir smekk.
  8. Berið fram með hrísgrjónum og t.d. nan brauði.

Hvernig er best að sjóða hrísgrjón

Best er að hrísgrjón sjóðist að mestu leyti í gufunni. Þegar þú setur 1 bolla af hrísgrjónum þarf 2 bolla af vatni og örlítið salt. Sjóðið yfir meðalháum hita. Þegar suðan kemur upp má hræra í hrísgrjónunum aðeins eitt skipti! þegar rúmlega helmingurinn af vatninu er gufað upp er lokið sett á pottinn og slökkt er undir pottinum. Þannig sjóðast hrísgrjónin í eigin gufu og verða einstaklega góð. 

Gott er að byrja á því að setja yfir hrísgrjón áður en maður byrjar að elda svo þau fái sinn tíma að sjóðast í gufunni.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað