Werther´s Original rjómaostaís með LU kanilkexi

by thelma

Einstaklega góður ís með rjómaosti og karamellu. Það er svo einfalt og fljótlegt að gera heimatilbúinn ís og gaman að bera fram sinn eiginn ís yfir hátíðirnar.

+

Werther´s Original rjómaostaís með LU kanilkexi

Prenta
fyrir: ca 2 lítrar undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

BOTN
280 g LU Bastogne kanilkex
80 g smjör

ÍS
5 eggjarauður
80 g sykur
170 g púðursykur
5 dl rjómi
340 g Philadelphia rjómaostur
2 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
100 g Milka mjólkursúkkulaði
1 poki (135 g) Werther´s Original Cream Toffees rjómakaramellur
1 dl rjómi

TOPPUR
¼ lítri rjómi
1 kassi Toffifee
Karamellusósa

Aðferð

 1. Byrjið á því að bræða karamellur í potti ásamt 1 dl af rjóma yfir lágum hita. Hrærið þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg. Kælið karamelluna á meðan þið undirbúið botninn og ísinn.

 2. Hakkið kanilkexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið vel saman. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og þrýstið blöndunni í botninn og aðeins upp á hliðar formsins. Gott er t.d. að nota botninn á glasi til að þrýsta blöndunni í mótið.

 3. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

 4. Setjið púðursykur saman við ásamt kanil og vanilludropum og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið til hliðar.

 5. Þeytið rjómann þar til hann er alveg að verða stífur og blandið honum varlega saman við með sleif.

 6. Hrærið rjómaost þar til hann verður mjúkur og sléttur og blandið honum saman við rjómablönduna með sleif. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

 7. Grófsaxið súkkulaðið og bætið saman við blönduna.

 8. Hellið ísblöndunni yfir kanilkexbotninn.

 9. Hellið karamellunni saman við ísinn. Blandið saman en passið að fara ekki alveg í botninn svo kexinu sé ekki rótað upp.

 10. Setijð ísinn í frysti í að lágmarki 5 klst.

 11. Skreytið ísinn með þeyttum rjóma, karamellusósu og Toffifee.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað