Ítalskar smákökur með marsípani

by thelma

Ítalskar smákökur með marsípani

Prenta
fyrir: 20 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

400 g marsípan (möndlu, þetta bleika)
200 g sykur
120 g flórsykur
100 g hveiti
1/2 tsk möndludropar
1/2 tsk salt
4 eggjavhítur
100 g möndlur, sneiddar

 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á plötu.
  2. Skerið marsípanið niður í grófa bita og setjið í skál ásamt sykri og flórsykri. Hrærið saman þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  3. Bætið hveiti, salti og möndludropum saman við og hrærið. Setjið eggjahvítur í skál og hrærið þær létt með gafli og blandið saman við allt saman. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman en passið ykkur að hræra alls ekki of mikið.
  4. Setjið sneiddar möndlur í skál, takið eina teskeið af deigi og myndið kúlu, veltið henni upp úr möndlunum og setjið á bökunarplötu. Deigið er mjög blautt í sér, en það er allt í lagi, það á að vera þannig. Gott er að nota minni gerðina af ísskeið til þess að búa til fallegar kúlur úr deiginu, þannig verða líka allar kökurnar jafn stórar.
  5. Bakið í 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar gull brúnar og fallegar að lit.
  6. Kælið kökurnar aðeins svo þær ná að jafna sig eftir bakstur.
  7. Fyrir þá sem vilja er hægt að sigta smá flórsykur yfir kökurnar.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað