Pylsupasta

by thelma

Pylsupasta slær alltaf í gegn og tekur enga stund að elda. Snilld að skella því sem til er í ísskápnum saman við til að nýta afganga.

Pylsupasta

Prenta
fyrir: 6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.5/5
( 2 voted )

Innihald

500 g penne pasta
2 msk olífuolía
5 pylsur
1 haus brokkolí
2 hvítlauksgeirar
200 g rjómaostur
1/2 hvítlauksostur
1/2 piparostur
2 dl matreiðslurjómi
1 grænmetisteningur
salt og pipar ef þarf

Aðferð

  1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningunni, gott að setja örlítið salt saman við vatnið.

  2. Setjið olíu á pönnu, skerið pyslur og brokkolí niður og steikið á pönnunni. Þegar pylsurnar eru alveg að verða tilbúnar pressið þá hvítlaukinn og setjið saman við.

  3. Setjið rjómaost saman við ásamt matreiðslurjóma. Rífið niður hvítlausost og piparost og blandið saman við. Hrærið af og til þar til ostarnir hafa náð að bráðna alveg. 

  4. Bætið grænmetistening saman við og hrærið vel. Hér er gott að smakka sósuna og sjá hvort ykkur finnst vanta salt og pipar. 

  5. Þegar pastað er tilbúið, blandið þið því saman við sósuna. Berið fram með baquett brauði eða hvítlauskbrauði og parmesan.

Notes

Fyrir ykkur sem eruð fyrir sterkan mat þá passar einstaklega vel við að setja smá chilli saman við pastað.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað