Tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlum

by thelma

Einstaklega fljótlegt og gott pasta fyrir sælkera með heimatilbúinni tómatbasíl sósu og
ferskum mozzarella. Pastað má bera fram bæði heitt og kalt og því hægt að gera það fram í
tímann. Furuhneturnar gefa stökkt og gott bragð á móti mjúkum mozzarellaostinum. Frábær
réttur sem hægt er t.d. að bera fram í stað ostabakka til tilbreytingarl, með glasi af góðu
víni, sem forrétt eða sem léttan kvöldmat. Fyrir þá sem vilja aðeins matmeiri pasta er tilvalið
að bjóða upp á grillaðar kjúklingalundir með pastanu. Gott er að setja auka ólífu olíu og
meiri parmesan ost þegar að salatið er borið fram.

Tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlum

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

50 ml ólífu olía
5 hvítlauksgeirar
600 g heilir tómatar í dós
2 tsk sjávarsalt
½ tsk pipar
12 lauf af ferskri basilíku
500 g pasta að eigin vali
10 litlir ferskir tómatar
30 g parmesan ostur, rifinn
50 g furuhnetur
1 dós af mozzarella kúlum

Aðferð

 1. Hitið ólífu olíu í potti yfir vægum, saxið smátt niður hvítlauk og setið saman við.

  Leyfið olíunni að sjóða létt þar til hvítlaukurinn er orðið ljós gylltur að lit.

 2. Hellið tómötunum í dós saman við ásamt safanum, grófsaxið þá með

  kartöflustappara eða sleif, passið þó að stappa þá ekki of mikið þar sem sósan á að

  vera gróf.

 3. Grófsaxið ferska basilíku og blandið saman ásamt salti og pipar og látið sósuna sjóða í

  það minnsta 10 mínútur yfir meðalháum hita. Sósan á að þykkna.

 4. Á meðan sjóði þið pasta í söltuðu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu.
 5. Þegar pastað er soðið, hellið vatninu af og blandið því strax saman við sósuna.

  Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

 6. Setjið pastað á fallegan disk eða grunna skál. Skerið niður ferska tómata og raðið

  þeim yfir pastað ásamt mozzarellakúlum og parmesan osti.

 7. Ristið furuhnetur ásamt 1 msk af ólífu olíu, passið okkur að hræra stanslaust því þær

  brenna auðveldlega. Þetta tekur um 2-3 mínútur. Setjið þær yfir pastað ásamt

  nokkrum ferskum laufum af basilíku.

 8. Gott er að bera pastað fram með auka parmesan, góðri ólífu olíu og meira sjávarsalti

  fyrir þá sem vilja.

 9. Hægt er að beta fram pastað heitt eða kalt.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað