Pasta með skinku, sveppum og rjómaosti með karamellíseruðum lauk

by thelma

Gott og fljótlegt pasta sem allir á heimilinu gátu borðað. Rjómaosturinn er bragðmikill og góður og því þarf ekki mikið að krydda rjómaostasósuna. Gott að bera fram með hvítlauksbrauði.

Pasta með skinku, sveppum og rjómaosti með karamellíseruðum lauk

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 3.6/5
( 5 voted )

Innihald

500 g pasta
2 msk smjör
250 g sveppir
1 skinkubréf
2 hvítlauksgeirar
200 g rjómaostur með karamellíseruðum lauk
100 g hreinn rjómaostur
1 dl matreiðslurjómi
½ tsk salt
¼ tsk pipar
¼ tsk chilliflögur

Aðferð

  1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, gott er að salta vatnið aðeins.
  2. Setjið smjör á pönnu undir meðal háan hita. Skerið sveppi gróflega niður ásamt skinkunni og steikið.
  3. Þegar sveppirnir eru brúnaðir á pönnunni bætið þá hvítlauknum saman við og steikið létt.
  4. Setjið báða rjómaostana saman við ásamt matreiðslurjóma og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Saltið og piprið eftir smekk. Þeir sem vilja gera aðeins sterkara pasta þá er gott að setja smá chilliflögur saman við.
  6. Blandið pastanu saman við og hrærið saman við sósuna. Gott er að setja smá pastasoð saman við ef ykkur finnst sósan of þykk.
  7. Berið fram með parmesan osti og t.d. hvítlauksbrauði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað