Ok, hvar á ég að byrja? Ég elska lakkrís og bingókúlur eru það góðar að pokinn er fljótur að klárast. Þegar þessu er svo öllu blandað saman í eitt stykki ostaköku! Halló draumur! Þessi kaka fór á nokkra staði í smakk og fékk mjög góða dóma. Það góða við þessa köku er það að hún er mjög fljótleg og enginn bakstur!
Botn 70 g smjör 24 stk Oreo kexkökur Ostakaka 2,5 dl rjómi 500 g rjómaostur (gamli rjómaosturinn frá MS) 100 g flórsykur 70 g sýrður rjómi 150 g Bingó lakkrískúlur með mjólkursúkkulaði frá Góu 150 dökkt súkkulaði 2 msk rjómi 1 poki lakkrískurl Toppur ½ lítri rjómi Súkkulaðisósa 1 kassi af lakkrískonfektiInnihald
Aðferð