Lakkrís ostakaka drauma þinna

by thelma

Ok, hvar á ég að byrja? Ég elska lakkrís og bingókúlur eru það góðar að pokinn er fljótur að klárast. Þegar þessu er svo öllu blandað saman í eitt stykki ostaköku! Halló draumur! Þessi kaka fór á nokkra staði í smakk og fékk mjög góða dóma. Það góða við þessa köku er það að hún er mjög fljótleg og enginn bakstur!

Lakkrís ostakaka drauma þinna

Prenta
fyrir: ca 8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Botn

70 g smjör

24 stk Oreo kexkökur

 

Ostakaka

2,5 dl rjómi

500 g rjómaostur (gamli rjómaosturinn frá MS)

100 g flórsykur

70 g sýrður rjómi

150 g Bingó lakkrískúlur með mjólkursúkkulaði frá Góu

150 dökkt súkkulaði

2 msk rjómi

1 poki lakkrískurl

 

Toppur

½ lítri rjómi

Súkkulaðisósa

1 kassi af lakkrískonfekti

Aðferð

  1. Gott er að byrja á því að bræða bingókúlurnar í potti undir lágum hita ásamt 2 msk af rjóma. Þegar þær eru alveg að verða bráðnaðar þá bæti þið súkkulaði saman við og hrærið þar til allt er orðið slétt og fínt.
  2. Hakkið Oreo kexkökur í matvinnsluvél, bræðið smjör og hrærið vel saman.
  3. Setjið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi (ca 23 cm) og þrýstið kexblöndunni í botninn. Gott er að nota botninn af glasi til þess að þrýsta niður og látið kexið aðeins fara upp á kanta formsins.
  4. Setjið formið inn í frysti á meðan þið undirbúið ostakökuna.
  5. Þeytið rjóma þar til hann er orðin stífur og stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið og setjið til hliðar.
  6. Hrærið rjómaost þar til hann verður sléttur og fínn.
  7. Bætið sýrðum rjóma og flórsykri saman við og hrærið vel saman.
  8. Hellið því næst bingókúlu blöndunni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  9. Bætið lakkrískurli saman við og hrærið saman með sleif.
  10. Hellið ostakökunni ofan á oreo botninn og kælið kökuna í 4-5 klst.
  11. Skreytið með þeyttum rjóma, súkkulaðisósu og lakkrískonfekti.
  12. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað