Kókoskaka með meringue kremi og súkkulaðieggjum

by thelma

Kókoskaka með meringue kremi og súkkulaðieggjum

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

300 g sykur

3 egg

250 g hveiti

3 tsk lyftiduft

½ tsk salt

250 ml kókosmjólk í dós

80 g kókos

1 tsk vanilludropar

 

Meringue krem

5 eggjahvítur

300 g sykur

300 g smjör við stofuhita

½ tsk mjöndludropar

 

Toppur

Kókos

Súkkulaði egg

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og smurðu tvö ca 18 cm bökunarform.
  2. Hrærið sykur og egg saman þar til blandan verður ljós og létt.
  3. Blandið hveiti lyftidufti og salti saman og hrærið, bætið saman við deigið ásamt mjólkinni og vanilludropum.
  4. Bætið því næst kókosinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, passið þó að hræra ekki of mikið því þá verður kakan seig.
  5. Hellið deiginu til jafns í formin og bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

 

Krem

  1. Setjið sykur og eggjahvítur í skál, t.d. glerskál eða stálskál og hrærið saman.
  2. Setjið skálina yfir pott sem er hálf fylltur af vatni sem síður.
  3. Hrærið stanslaust þar til sykurinn hefur náð að bráðna og blandast eggja hvítunum saman, blandan verður hálfpartinn eins og það sé búið að bræða sykurpúða.
  4. Setjið blönduna í skál og þeytið þar til eggjahvíturnar hafa náð að kólna og er orðnar stífar og standa.
  5. Þegar eggjahvíturnar eru orðnar stífa og standa þá bæti þið smátt og smátt í einu smjörinu saman við. Hrærið vel á milli svo smjörið blandist vel saman.
  6. Endurtakið þetta þar til allt smjörið hefur blandast saman og kremið er orðið mjúkt og slétt.
  7. Bætið möndudropum saman við, gott er að smakka kremið til og bæta við dropum ef þess þarf.

 

Setjið krem á milli botnanna á kökunni og utan um hana alla. Þrýstið kókos utan um alla kökuna og setjið ofan á toppinn einnig. Skreytið með litlum súkkulaðieggjum. Gott að geyma kökuna í kæli ef það á að geyma hana til næsta dags, en þá þarf að taka hana út úr kæli 30 mínútum áður en gætt er á henni.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað