Ítalskar kjötbollur með mozzarella

by thelma

Einstaklega bragðgóðar og einfaldar kjötbollur sem slá í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Gott með pasta, salati eða því sem hugurinn girnist.

Ítalskar kjötbollur með mozzarella

Einstaklega bragðgóðar og einfaldar kjötbollur sem slá í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Gott með pasta, salati eða því sem hugurinn girnist. 30 mínútu kvöldmatur ítalskar kjötbollur, kjötbollur, pasta European Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

500 g grísahakk
500 g nautahakk
1 laukur
1 hvítlaukur
200 g rifinn mozzarella
2 egg
50 g brauðrasp
1 tsk sjávarsalt
1 tsk pipar
50 g rifinn parmesan ostur
500 g penne pasta
500 pastasósa, tómat
120 g ferskur mozzarella
steinselja

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200 gráðu hita og setjið pasta í pott og eldið eftir leiðbeiningum á umbúðunum.

  2. Setjið hakk, lauk, hvítlauk, 100 g rifinn mozzarella, 2 egg, brauðrasp, sjávarsalt, pipar og 50 g rifinn parmesan saman í matvinnsluvél og hakkið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

  3. Myndið kjötbollur svipaðar að stærð og setjið í eldfast mót með smá ólífu olíu í botninn. Eldið í rúmar 20 mínútur eða þar til bollurnar eru fulleldaðar. Takið bollurnar út.

  4. Setjið pastasósu yfir bollurnar ásamt 100 g af rifnum mozzarella og dreifið ferskum mozzarella yfir jafnt og þétt. Setjið bollurnar aftur inn í ofn og eldið í 15 mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður.

  5. Saxið steinselju smátt niður og dreifið yfir bollurnar. Berið fram með pasta eða því sem hugurinn girnist og baquett brauði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað