Pizzavasar með spínati og osti

by thelma

Einstaklega góðir og fljótlegir pizzavasar sem slá í gegn í næsta partý!

Spínatvasar með spínati og osti

Prenta
fyrir: 15-20 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

400 g pizzadeig
2 msk ólífu olía
2 rif af hvítlauk
½ laukur
80 g furuhnetur
200 g spínat, ferskt
Salt og pipar
100 g Dala fetaostur með tómötum og ólífum, eða ókryddaður
100 g Gott í matinn mozzarellaostur, rifinn
1 eggjarauða

Aðferð

Aðferð

  1. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og stillið ofninn í 180 gráður.
  2. Fletjið út pizzadeigið og skerið í jafnstóra ferninga.
  3. Setjið ólífuolíu á pönnu ásamt hvítlauk, lauk, furuhnetum og spínati. Steikið við meðalháann hita og hrærið þar til spínatið er orðið vel steikt. Setjið örlítið salt og pipar.
  4. Blandið mozzarellaosti og fetaosti saman í skál.
  5. Setjið spínatblönduna á hvern pizzaferning fyrir sig ásamt osti. Lokið hverjum ferningi fyrir sig þannig að það myndist þríhyrningur. Pressið endana saman með gaffli. Mikilvægt er að loka hverjum þríhyrningi vel svo að osturninn leki ekki út inni í ofninum.
  6. Hrærið eggjarauðu í skál og penslið hvern þríhyrning fyrir sig, stráið örlitlu saltin ofan á.
  7. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til þríhyrningarnir eru orðnir gullbrúnir að lit.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað