Bounty marengs

by thelma

Bounty marengs

Bounty marengs Allar uppskriftir marengs, marengskaka, marengsterta, rjómi, bounty, bountymarengs, súkkulaðikrem European Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Botn
4 stk eggjahvítur
200 g sykur
100 g kókosmjöl

Krem
100 g suðusúkkulaði
50 g smjör
3 stk eggjarauður
60 flórsykur

Toppur
½ lítri rjómi
200 g Bounty, (eða eins mikið og þið viljið)

Súkkulaðisíróp

Aðferð

Hitið ofninn í 150 gráðu hita (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til marengsinn verður stífur og stendur. Blandið kókosmjölinu saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast saman. Myndið hring á bökunarpappírinn, gott er að nota hringlótt kökuform til að móta marengsinn eftir. Setjið marengsinn á formið og bakið í um það bil 50 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af bökunarplötunni svo hann brotni ekki, setjið á botninn kaldann. Það er í góðu lagi að baka marengsbotn nokkrum dögum áður en á að setja ofan á hann svo lengi sem hann er geymdur vel t.d. inni í ofni.

Krem

Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita þar til súkkulaðið er alveg bráðnað. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið súkkulaðinu varlega saman með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Setjið kremið á botninn.

Toppur

Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur en passið ykkur á því að þeyta hann ekki of mikið. Grófsaxið Bounty súkkulaðið niður og setjið ofaná  ásamt súkkulaðisírópinu. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað