Oreo kleinuhringir með rjómaostakremi

by thelma

Oreo kleinuhringir með rjómaostakremi

Prenta
fyrir: 15 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

200 g hveiti
80 g kakó
120 g púðursykur
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
2 egg
150 ml mjólk
120 ml olía (t.d sólblóma)
2 tsk vanilludropar
8 Oreo kexkökur

 Rjómaostakrem
60 g rjómaostur
80 ml mjólk
350 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
4-6 Oreo kexkökur

Aðferð

Fyrir þessa uppskrift þurfi þið ekki hrærivél!

Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið kleinuhringjaform að innan með smjöri eða matarolíu.

Blandið saman eggjum, mjólk, olíu og vanilludropum og hrærði vel saman. Setjið hveiti, kakó, sykur, matarsóda, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið saman. Blandið öllu saman í eina skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið Oreo  kexkökurnar og hrærið þeim saman við deigið. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið deiginu í kleinuhringjaformið. Passið að fylla formin ekki nema um 2/3 því annars fer deigið upp fyrir brúnina á forminu. Bakið í 10 mínútur eða þar til tannstöngull kemur þurr upp úr kleinuhringjunum. Kælið kleinuhringina alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem

Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið þar til kremið verður silkimjúkt. Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og skreytið með grófsöxuðu Oreo kexi. Best er að borða kleinuhringina strax, ef ekki þá þarf að geyma á loftþéttum stað, t.d. í boxi. Ef þið ætlið að bjóða þá fram daginn eftir er gott að baka kleinuhringina daginn áður, geyma þá t.d. inni í ofninum og setja kremið á samdægurs.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað