New York bollur með rjómaostafyllingu

by thelma

New York bollur með rjómaostafyllingu

New York bollur með rjómaostafyllingu Allar uppskriftir vatnsdeigsbollur, rjómaostur, rjómaostabollur, ostakökubollur, ostakaka, New York, sulta, bolludagur European Prenta
fyrir: 15 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Vatnsdeigsbollur

2 dl vatn 
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg

Fylling

250 ml rjómi
230 g rjómaostur
60 g sykur
¼ tsk salt (jávarsalt)
1 tsk vanilludropar
Jarðaberjasulta
Flórsykur

 

 

Aðferð

Vatnsdeigsbollur

Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili.  Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær. Hitinn á bakaraofnum er mjög mismunandi, ef ykkru finst bollurnar vera að brúnast heldur fljótt er gott að lækka hitann í 170 gráður eftir 5 mínútur. 

Rjómaostafylling

Þeytið rjóman þar til hann verður stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið. Þeytið rjómaostinn, sykur, salt og vanilludropa saman í annarri skál þar til blandan verður ljós og létt. Blandið rjómanum varlega saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið bollurnar, setjið jarðaberjasultu í botninn, setjið rjómaostakrem á milli og lokið bollunni. Skreytið bolluna með flórsykri. Fallegt er að sprauta rjómaostakreminu á bolluna t.d. með sprautustút 1M. Geymið í kæli þar til bollurnar eru bornar fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað