Hollar bananamúffur með súkkulaði

by thelma

Einstaklega fljótlegar og góðar múffur í hollara lagi sem krakkarnir elska. Gott að nýta bananana sem eru orðnir vel brúnir. Hægt er að gera þessar múffur með eða án súkkulaði.

Hollar bananamúffur með súkkulaði

Prenta
fyrir: 12-14 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.3/5
( 4 voted )

Innihald

80 g smjör
150 g hunang
3 bananar
1 dl mjólk (ég notaði möndlumjólk)
2 tsk vanilludropar
3 egg
2 tsk kanill
1 1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
300 g hveiti
200 g dökkt súkkulaði (má sleppa)

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráður og setji bollakökuform í bökunarform.
  2. Bræðið smjör og blandið því saman við hunangið, bananana, mjólkina og vanilludropana og hrærið saman með písk eða sleif. 
  3. Bætið eggjum saman við, kanil, matarsóda og salti og hrærið saman. 
  4. Blandið hveitinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur þó að hræra ekki of mikið því við viljum ekki að múffurnar verði seigar.
  5. Saxið súkkulaðið niður og blandið varlega saman við. 
  6. Hellið deiginu í formin og setjið örlítinn kanill ofan á hverja múffu fyrir sig. Passið að fylla formin ekki of mikið svo að kakan flæði ekki upp úr. Gott er að fylla þau ca. 2/3.
  7. Bakið í 15 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. 

Notes

Þú færð ca 12 stk af meðalstórum múffum, formin hvítu frá Dúni t.d. Ekkert mál að frysta múffurnar eftir að þær hafa náð stofuhita. Geta geymst í frysti í 3 mánuði.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað