After Eight súkkulaðikaka

by thelma

Kakan er blaut súkkulaðikaka með stökku oreo á milli og mjúku myntukremi skreytt með after eight. Kökuna er hægt að gera 2-3 dögum áður en hún er borin fram en þá er gott að geyma hana í kæli.

After Eight súkkulaðikaka

Kakan er blaut súkkulaðikaka með stökku oreo á milli og mjúku myntukremi skreytt með after eight. Kökuna er hægt að gera 2-3… Allar uppskriftir After Eight súkkulaðikaka, myntukrem, oreo European Prenta
fyrir: 6-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

60 g dökkt kakó
180 ml heitt vatn
1 dós af sýrðum rjóma
215 g smjör við stofuhita
330 g sykur
3 tsk vanilludropar
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
1 pakki súkkulaðibúðingur (óblandaður)
2 pakkar af Oreo kexkökum

Myntukrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
1 tsk piparmyntudropar
2 msk rjómi
1-2 dropar af grænum matarlit
(best að nota gelmatarlit)

 Skraut
 after eight
Oreo kexkökur (hakkaðar)

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír í tvö hringlaga bökunarform (ca. 24cm).
 2. Blandið kakói og heitu vatni saman og hrærið vel, bætið svo sýrða rjómanum saman við og setjið til hliðar.
 3. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
 4. Blandið einu eggi í senn út í og hrærið stuttlega á milli. Bætið vanilludropum saman við.
 5. Hrærið saman hveiti, lyftidufti, salti og innihaldinu úr súkkulaðibúðingnum. Blandið þurrefnunum saman við deigið ásamt súkkulaðiblöndunni smátt og smátt í einu. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa hliðarnar á skálinni og hræra vel.
 6. Raðið oreo kexkökum í botninn á kökuforminu, ofan á smjörpappirinn. Ég setti 2 oreo kexkökur til hliðar til að skreyta kökuna enn frekar.
 7. Hellið deiginu jafnt í bökunarformin og jafnið það út varlega með spaða eða sleif, passið ykkur að oreo kexið fari ekki á flakk.
 8. Bakið í miðjum ofni í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur næstum hreinnt upp úr miðju kökunnar. Kakan er aðeins blaut í sér út af súkkulaðibúðingnum og á að vera þannig, það gerir hana einstaklega mjúka og góða. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið á hana.

 Krem  

 1. Hrærið smjörið þar til það verður ljóst og létt.
 2. Bætið flórsykir saman við smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli.
 3. Blandið rjómanum saman við ásamt piparmyntudropum.
 4. Skafið hliðarnar á skálinni og hrærið þar til kremið er orðið slétt og fínt. Ef ykkur finnst kremið vera of þykkt þá er um að gera að bæta örlitlum rjóma saman við og hræra vel. Setjið matarlit saman við og hrærið.

Samsetning kökunnar

 1. Setjið kökubotnana á kökudisk og snúið oreo hliðinni upp. Setjið krem á milli botnanna tveggja og utan um alla kökuna.
 2. Notið restina af kreminu til að skreyta að vild. Eg skar after eight súkkulaði til helminga, horn í horn og setti ofan á.
 3. Ég notaði sprautustút frá Wilton 1M til að skreyta kökuna. Ég hakkaði síðan 2 oreo kex og stráði yfir kökuna í lokin til að gefa henni fallegra útlit og betra bragð.
 4. Geymið kökuna í kæli, gott er að láta kökuna standa við stofuhita í rúmlega 20 mínútur áður en hú er borin fram. Einstaklega góð með rjóma, enda gerir rjómi allt betra! Það segir allavega Mr. Handsome.

 

 

 

 

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað