Þessi kaka er mjúk, bragðmikil og góð með mjúku rjómaostakremi með möndlu og vanillubragði sem bráðnar í munni. Pekanhneturnar eru svo stökkar á móti mjúka kreminu, sem sagt fullkomin blanda.
BOTNAR Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur ca. 22 cm hringlaga kökuformum. Hrærið smjör þar til það verður létt og ljóst, bætið sykri og púðursykri saman við ásamt vanilla- og möndludropum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið vel á milli. Gott er að skafa innan úr skálinni með sleif svo allt blandist sem best saman. Setjið hveiti, matarsóda og lyftiduft saman í skál og blandið því saman við deigið ásamt súrmjólkinni. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið pekanhneturnar og blandið þeim saman við ásamt kókósnum og hrærið með sleif. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið á hana. Hrærið rjómaost og smjör saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið flórsykri saman við, smátt og smátt í einu og hrærið vel á milli. Gott er að skafa innan úr skálinni af og til svo allt blandist vel saman. Setjið því næst vanillu- og möndludropa saman við og hrærið þar til kremið verður slétt og fínt. Gott er að hræra kremið vel. Setjið kökubotnana á disk og setjið rjómaostakrem á milli ásamt því að setja krem yfir alla kökuna. Skreytið af vild með kreminu. Þrýstið ristuðum kókós upp að hliðum kökunnar og skreytið með pekanhnetum. Ég notaði sprautustút 1M frá wilton til þess að skreyta toppinn á kökunni. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram. Það er alltaf gott að taka kökur út úr kæli 15-20 mínútum áður en á að gæða sér á þeim.Innihald
230 g smjör við stofuhita
230 g sykur
100 g púðursykur
2 tsk vanilludropar
1⁄2 tsk möndludropar
5 stk egg
250 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 dl súrmjólk
200 g kókos
100 g pekanhnetur
RJÓMAOSTAKREM
230 g hreinn rjómaostur frá MS
230 g smjör
900 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
1⁄2 tsk. möndludroparAðferð
Rjómaostakrem