Baby ruth

by thelma

Mynd eftir Lárus Karl

Baby Ruth er amerískt súkkulaði sem er mjög vinsælt þar í landi. Það inniheldur hnetur, súkkulaði og karamellu. Þessi kaka er í algjöru uppáhaldi Mr. Handsome, hann myndi borða hana alla ef hann fengi að ráða. Baby Ruth kakan hentar vel við öll tækifæri og gerð hennar er ekki tímafrek.

Baby ruth

Prenta
fyrir: 6-8 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

BOTN
3 stk eggjahvítur
220 g sykur
100 g salthnetur
100 g ritzkex
½ tsk lyftiduft

KREM
3 stk eggjarauður
70 g flórsykur
100 g dökkt súkkulaði
40 g smjör

TOPPUR
½ lítri rjómi
50 g salthnetur, grófsaxaðar
50 g súkkulaðispænir

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír í 24 cm eldfast smelluform.

  2. Þeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum rólega saman við. Þeytið blönduna þar til hún er orðin stíf og stendur.

  3. Hakkið niður ritzkexið í matvinnsluvél eða myljið það niður og blandið saman við salthneturnar og lyftiduftið. Blandið því saman við blönduna og hrærið saman með sleif.

  4. Bakið í 25-30 mínútur. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið ofan á hana.

Krem

  1. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt.

  2. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti á meðalháum hita. Blandið brædda súkkulaðinu varlega saman við eggjarauðublönduna og hrærið rólega með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

  3. Setjið kremið yfir botninn og látið það leka niður hliðarnar.

Toppur

Þeytið rjóma og setjið yfir kökuna. Grófsaxið salthnetur og stráið yfir rjómann ásamt súkkulaðispónum.

Notes

Gott er að setja á kökuna daginn áður en hún er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað