Rjómalöguð sveppasúpa með brauði og hrærðu smjöri

by thelma

Rjómalöguð sveppasúpa með brauði og hrærðu smjöri

Prenta
fyrir: 4 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Innihald

50 g smjör
600 g sveppir
4 hvítlauksgeirar
40 g hveiti
1 lítri af vatni
½ lítri af rjóma
1 grænmetisteningur
1 ½ sveppateningur
Salt og pipar
2 msk soya sósa
2-3 greinar af fersku timjan (thyme)

Hrært smjör

100 g smjör við stofuhita
½ tsk salt
3 msk rjómi

Aðferð

 

  1. Setjið smjör í pott og bræðið.
  2. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjörinu þar til þeir verða fallega brúnir að lit.
  3. Saxið hvítlaukinn smátt niður og blandið saman við.
  4. Setjið hveiti saman við og hrærið vel.
  5. Hellið vatni saman við og hrærið þar til blandan er orðin slétt og fín.
  6. Hellið rjómanum saman við ásamt grænmetis- og sveppakrafti og leyfið súpunni að malla aðeins.
  7. Setjið soya sósu saman við ásamt salti og pipar eftir smekk.
  8. Setjið ferskt timjan út í súpuna og látið súpuna sjóða yfir lágum hita í nokkrar mínútur.
  9. Fyrir ykkur sem viljið mauka sveppina er gott að nota töfrasprota til þess.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað