Kryddað rjómaostapasta með risarækjum

by thelma

Kryddað rjómaostapasta með risarækjum

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Pasta
500 g spaghetti eða annað pasta
1 tsk salt

Rækjur
450 g rækjur
½ tsk chili
½ tsk hvítlaukssalt
1 tsk papriku krydd
2 msk ólífu olía

Rjómaostasósa
200 rjómaostur með papriku og chili
1 ½ dl matreiðslurjómi
1 dl pastasoð
40 g Feykir ostur
½ tsk salt
1 tsk svartur pipar

Aðferð

  1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu og setjið 1 tsk af salti saman við vatnið.
  2. Setjið rækjurnar í skál ásamt kryddinu og blandið vel saman. Látið rækjurnar standa þar til sósan er tilbúin.
  3. Setjið rjómaost og matreiðslurjóma saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið þar til osturinn hefur bráðnað. Bætið saman við pastasoði, rifnum Feyki osti og kryddi og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  4. Setjið olíu á pönnu yfir háum hita og steikið rækjurnar í rúmar 4 mínútur eða þar til þær eru orðnar bleikar að lit. Passið ykkur þó að steikja þær ekki of lengi þar sem þær geta orðið seigar.
  5. Þegar rækjurnar eru tilbúnar setji þið pastað og rjómaostasósuna saman við rækjurnar og veltið pastanu vel upp úr sósunni svo það blandist allt vel saman.
  6. Berið fram með rifnum Feyki og pipar.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað