Trufluð berjabomba

by thelma

Mynd eftir Lárus Karl

Eins og þið getið ímyndað ykkur þá er þessi eftirréttur tilvalinn fyrir marga, t.d. sem eftirréttur í matarboðið. Gestirnir eiga eftir að hafa orð á því hversu fallegur eftirrétturinn er og spyrja hvernig í ósköpunum þið hafið farið að því að gera hann. Leyndarmálið er þó að hann er mjög auðveldur og hægt að gera á marga vegu. Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja allt það sem ykkur finnst gott saman í skál og raða því í fallegt munstur, eða ekki.

Trufluð berjabomba

Mynd eftir Lárus Karl Eins og þið getið ímyndað ykkur þá er þessi eftirréttur tilvalinn fyrir marga, t.d. sem eftirréttur í matarboðið.… Allar uppskriftir Trufluð berjabomba European Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Innihald

1 botn af súkkulaði- eða vanilluköku
(um að gera að nota sína uppáhalds skúffukökubotn, brownie eða vanilluköku)
1 lítri rjómi
1 kassi af Lu-kanilkexi
1 stór askja af jarðarberjum
1 stór askja af bláberjum
1 poki karamellukurl
1 poki hvítir súkkulaðidropar
200 g Pipp með karamellufyllingu

Aðferð

  1. Þeytið rjóma og setjið til hliðar. Skerið kanilkexkökurnar í tvennt og raðið þeim meðfram hliðum skálarinnar.

  2. Myljið kökubotninn og setjið helminginn í botninn á skálinni. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna. Setjið rjóma yfir.

  3. Skerið jarðarberin langsum og raðið þeim meðfram hliðum skálarinnar og yfir rjómann, ásamt restinni af mulda kökubotninum.

  4. Bræðið Pippið yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna.

  5. Setjið rjóma yfir. Raðið bláberjum meðfram hliðum skálarinnar og yfir rjómann, stráið því næst karamellukurli yfir bláberin og setjið rjóma yfir. Skreytið með restinni af Lu-kanilkexinu, bláberjunum og jarðarberjunum.

  6. Geymið bombuna inni í ísskáp þar til hún er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað