Rice Krispies skrímsli

by thelma

Einföld, lítil og sæt skrímsli sem hægt er að gera með börnunum. Allt saman í einn pott, kælt svo allt festist saman og svo dýft í súkkulaði eða candy melt. Einnig er hægt að nota bara súkkulaði, hvítt dökkt, eða mjólkur og skreyta að vild.

Rice Krispies skrímsli

Prenta
fyrir: 20 stk undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

50 g smjör
1 poki sykurpúðar (280 g) helst litlir ef ekki þá er gott að klippa hina í smærri bita
180 g Rice Krispies

Skraut

1 poki Candy melt
100 g dökkt súkkulaði
Augu sem má borða, sykuraugu

Aðferð

  1. Setjið smjörpappír í ferkantað eða ílangt form um 25x35 sm að stærð.
  2. Setjið smjör í pott yfir lágan hita og bræðið.
  3. Bætið sykurpúðunum saman við og hrærið þar til þeir hafa bráðnað alveg og blandan er orðin mjúk og slétt.
  4. Setjið Rice Krispies í skál og hellið sykurpúðablöndunni saman við.
  5. Hrærið hratt og vel hér svo allt nái að blandast vel saman.
  6. Setjið Rice Krispies í formið.
  7. Hér er gott að nota sleikju svo það festist ekki of mikið við þar sem blandan er vel klístruð.
  8. Þegar þið hafið dreift vel úr blöndunni er gott að setja smjörpappír ofan á og slétta vel og jafna.
  9. Kælið í rúmar 30 mínútur eða þar til þetta hefur fests vel saman.
  10. Skerið svo í bita í þeirri stærð sem þið viljið.
  11. Hér er hægt að skreyta að vild. Bræðið suðusúkkulaði í potti yfir lágum hita og dýfið endanum ofan í.
  12. Skreytið með augum, sprinkles eða því sem ykkur dettur í hug.
  13. Bræðið candy meltið eins og sagt er á pakkanum og gerið eins. Candy melt er til í allskonar litum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað