Bláberjaís með grískri jógúrt

by thelma

Bláberjaís með grískri jógúrt

Prenta
fyrir: 6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Ca 1.5 lítri

300 g bláber, frosin
200 g sykur
2 msk sítrónusafi
3 egg
3 msk sykur
4 dl rjómi
200 g grísk jógúrt
1 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Setjið frosin bláber í pott yfir meðalháan hita ásamt sykri og safa úr sítrónu. Látið suðuna koma upp og leyfið berjunum að sjóða þar til þau verða að mauk.
  2. Hrærið af og til. Hellið blöndunni í aðra skál í gegnum sigti og kælið blönduna á meðan þið undirbúið ísinn.
  3. Setjið 3 eggjarauður saman í skál ásamt 3 msk af sykri. Þeytið þar til blandan verður ljós og létt.
  4. Þeytið rjóma þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
  5. Blandið honum saman við eggjarauðurnar ásamt grískri jógúrt og vanilludropum. Hrærið létt með sleif.
  6. Blandið bláberjablöndunni saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  7. Fyrir ykkur sem viljið gera aðeins meira úr ísnum þá er hægt að stífþeyta eggjahvíturnar og blanda þeim saman við, eða nýta þær í eitthvað annað.
  8. Hellið ísnum í form og frystið í að lágmarki 5 klukkustundir.

 

Einstaklega ferskur og fljótlegur ís með grískri jógurt.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað