Vatnsdeigsbollur með jarðaberjarjóma og súkkulaðiperlum

by thelma

Vatnsdeigsbollur með jarðaberjarjóma og súkkulaðiperlum Allar uppskriftir rjómabollur, bollur, vatnsdeigsbollur, rjómi, sælgæti, jarðaberjarjómi, glassúr European Prenta
fyrir: 15 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Bollur

2 dl vatn 
100 g smjör
2 dl hveiti
1/4 tsk salt
3 egg

Sælgæti
Súkkulaðiperlur

Jarðaberjarjómi
250 ml rjómi
100 g jarðaber

súkkulaðiglassúr
250 g flórsykur
3 msk konsum kakó
30 g smjör bráðið
2 msk kaffi (má sleppa)
4 msk heitt vatn

Aðferð

Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili. Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær.

Skerið toppinn af bollunum, setjið súkkulaðiperlur í botninn og 1-2 msk af jarðaberjarjóma. Setjið 1 msk af glassúr ofan á bolluna og skeytið með súkkulaðiperlum.

Fylling
Stífþeytið rjómann, maukið jarðaberin í blandara eða matvinnsluvél og hrærið varlega saman við rjómann með sleif.

súkkulaðiglassúr
Blandið flórsykri og kakói saman í skál. Bræðið smjörið, hellið því saman við og hrærið vel. Setjið 2 msk af heitu kaffi saman við ásamt heitu vatni og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hægt er að bæta heitu vatni saman við þar til rétt þykkt á glassúrinn hefur náðst.  

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað