Kanilbollur með Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum

by thelma

Kanilbollur með Hnetu nizza, saltaðri karamellu og salthnetum

Prenta
fyrir: 15 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

350 g hveiti
40 g sykur
1 tsk salt
1 tsk kanill
12 g ger
3 egg og 1 eggjahvíta
(eggjahvítan er notuð til að pensla bollurnar)
70 ml volgt vatn
150 g smjör við stofuhita

Söltuð karamella
100 g Pralín með karamellufyllingu
4 msk rjómi
½ tsk sjávarsalt

salthnetur

Fylling

1/2 lítrí rjómi
Nutella

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið allt hráefnið í hrærivél og hnoðið með hnoðaranum í rúmar 20 mínútur á meðal hraða. Deigið ætti að vera orðið mjúkt og fínt. Setjið deigið í aðra skál, setjið plastfilmu yfir og látið lyfta sér í klukkustund. Hnoðið deigið örlítið í höndunum með smá hveiti. Myndið jafnstórar bollur úr deiginu, eins stórar og þið viljið og raðið á bökunarplötuna með jöfnu millibili. Einnig er gott að setja hverja bollu fyrir sig í möffinsform. Penslið toppinn á bollunum með eggjahvítunni og stráið yfir þær kanilsykri. Látið bollurnar lyfta sér í 15 mínútur til viðbótar áður en þið setjið þær inn í ofn. Bakið bollurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullbrúnar að lit. Kælið bollurnar aðeins áður en þið setjið á þær.

Skerið bollurnar í tvennt. Smyrjið neðri hluta bollunnar með nutella. Þeytið rjómann þar til hann stendur og setjið 1-2 msk af rjóma á milli. Setjið saltaða karamellu ofan á hverja bollu á samt grósöxuðum salthnetum.

Karamella

Bræðið Pralín með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað