Smákökur með appelsínusúkkulaði og möndlum

by thelma
Mynd eftir Heimi Óskarsson
Mynd eftir Heimi Óskarsson

Þessar hökur eru hrikalega góðar! þær eru úr kökubæklingi Nóa Síríus sem ég gerði árið 2014.

Smákökur með appelsínusúkkulaði og möndlum

Prenta
fyrir: 25-30 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Smákökur

60 g smjör við stofuhita

60 g kókosolía við stofuhita

130 g ljós púðursykur

1 egg

1 tsk möndludropar

1 msk appelsínubörkur, rifinn

¼ tsk kanill

100 g hveiti

½ tsk matarsódi

½ tsk sjávarsalt

120 g hafrar

100 g möndur

100 dökkt appelsínusúkkulaði

100 g hvítt súkkulaði

 

Toppur

100 g hvítt súkkulaði

Aðferð

 

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á tvær bökunaplötur.
  2. Hrærið kókosolíu, smjör, púðursykur, egg og möndludropa saman þar til blandan verður ljós og létt.
  3. Blandið kanil, matarsóda og salti saman í skál og bætið því saman við.
  4. Rífið niður appelsínubörk og setjið saman við.
  5. Setjið hafra saman við og hrærið.
  6. Grófsaxið möndlur, appelsínusúkkulaði og hvítt súkkulaði og setjið saman við og hrærið.
  7. Myndið litlar kúlur úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplöturnar og bakið í 8-10 mínútur.
  8. Leyfið kökunum að kólna aðeins áður en þið takið þær af plötunni.

Toppur

Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir hverja köku fyrir sig.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað