Smákökur með hnetusmjöri, súkkulaði og saltkringlum

by thelma

Þessar smákökur voru í kökubæklingi Nóa Siríus 2014 sem ég sá um. Þær eru vinsælar á mörgum heimilinum og er oft verið að senda á mig hvort uppskriftin sé ekki hérna á síðunni. Ég ákvað því að skella henni hérna inn. Einstaklega góðar, stökkar og sætar smákökur.

Smákökur með hnetusmjöri, súkkulaði og saltkringlum

Prenta
fyrir: 20-25 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

250 g hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk flögusalt
115 g smjör, brætt og kælt
1 msk hnetusmjör
200 g púðursykur
100 g sykur
2 stk egg
2 tsk vanilludropar
100 g saltkringlur, hakkaðar
100 g dökkt súkkulaði

Toppur

100 g dökkt súkkulaðisaltkringlur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.
  2. bræðið smjör og setjið til hliðar svo það kólni.
  3. Setjið hveiti, salt og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar.
  4. Setjið brætt kælt smjör, hnetursmjör, púðursykur og sykur saman í skál og hrærið vel saman.
  5. Bætið eggjum saman við ásamt vanilludropum og hrærið.
  6. Blandið hveitiblöndunni saman við og hrærið.
  7. Hakkið saltkringlurnar gróflega í annað hvort matvinnsluvél eða berjið þær gróflega niður í poka, passið ykkur þó að hakka þær ekki of mikið.
  8. Saxið súkkulaðið gróflega niður og bætið því saman við ásamt saltkringlunum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  9. Hér gætu þið þurft að nota hendurnar til þess að allt festist vel saman, hnoða degið aðeins í höndunum. 
  10. Myndið litlar kúkur úr deiginu og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplötu og bakið í 8-10 mínútur.
  11. Leyfið kökunum að jafna sig og kólna aðeins áður en þið takið þær af plötunni. Bræðið því næst súkkulaðið ofan á toppinn á kökunum, setjið ca 1 msk ofan á hverja köku og þrýstið einni saltkringlu ofan á. 
  12. Leyfið súkkukaðinu að storkna og saltkringlunni að festast. 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað