Vanillu smjörkrem

by thelma

Einstaklega gott smjörkrem sem er einfalt og auðvelt að vinna með. Þetta smjörkrem hef ég notað í mörg ár á allar afmæliskökur og t.d. brúðartertur og bollakökur.

vanillu smjörkrem

Prenta
undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 3.8/5
( 5 voted )

Innihald

250 g  smjör við stofuhita

1 pk  Flórsykur (500 g.)

4 tsk  vanilludropar 

2-4 msk mjólk eða rjómi

Aðferð

Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli.

Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri. Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið verður með fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið. Kremið verður hvítara eftir því sem þú hrærir það lengur. Svo er um að gera að lita það með öllum regnbogans litum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað