Grísk Jógúrt með eplum og kanil

by thelma

Þennan rétt má fá sér í morgunmat, sem millimál eða sem eftirrétt. Það er ýmislegt hægt að gera úr grískri jógúrt, t.d. nota sem morgunmat og þá blanda því saman við það sem manni þykir gott, en einnig hentar jógúrtið vel í eftirrétti þar sem það líkist búðingi þegar búið er að blanda það saman við allskonar góðgæti. Ef þið ætlið að nota það sem eftirrétt þá er einstaklega gott að bæta við það dökku súkkulaði, súkkulaðisírópi, karamellu eða öðru sem ykkur langar að hafa með sem gerir réttinn ögn gómsætari sem eftirrétt. Svo er um að gera að prófa sig áfram.


Grísk Jógúrt með eplum og kanil

Þennan rétt má fá sér í morgunmat, sem millimál eða sem eftirrétt. Það er ýmislegt hægt að gera úr grískri jógúrt, t.d.… Allar uppskriftir morgunmatur, grísk jógúrt, eftirréttur, European Prenta
fyrir: 1 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

100 g Grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 ½ tsk kanill
1 tsk vanilludropar
30 g tröllahafrar
2 msk síróp
½ epli
8 stk valhnetur

Aðferð

  1. Setjið gríska jógúrt í skál ásamt 2 teskeiðum af kanil og vanilludropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

  2. Setjið tröllahafra í skál ásamt ½ teskeið af kanil, sírópi og sex valhnetum, grófsöxuðum og blandið vel saman.

  3. Setjið helminginn af tröllahörfrum í glas, ásamt grófsöxuðu epli, setjið gríska jógúrt ofan á, setjið því næst restina af tröllahöfrunum og epli. Setjið restina af grísku jógúrtunni ofan á og restina af eplinu og hnetunum. Að sjálfsögðu er ykkur frjálst að setja þetta ofan í glas eða skál að vild, en oft er gott að setja stökkt og svo mjúkt til skiptis.

  4. Ef þið ætlið að búa til þennan rétt daginn áður en hann er borinn frá eða nokkrum klukkustundum áður er gott að kreista örlitlum sítrónusafa yfir eplið eftir að þið skerið það niður svo það verði ekki brúnt.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað