Súkkulaðibitabollakökur með mjúku súkkulaðikremi

by thelma


Einstaklega góðar bollakökur sem er vel hægt að njóta án súkkulaðikrems, en kremið gerir þær auðvitað ennþá betri. Þetta eru kökur sem flest allir borða og slá alltaf í gegn hjá krökkunum á mínu heimili. Súkkulaðismjörkremið er einstaklega mjúkt og gott og hægt að setja á aðrar kökur, t.d. skúffuköku.

Súkkulaðibitabollakökur með mjúku súkkulaðikremi

Prenta
fyrir: 24 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Súkkulaðibitabollakökur

550 g hveiti
6 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk kanill
3 egg
120 g sýrður rjómi
300 g sykur
350 ml mjólk
120 ml olía (t.d sólblóma)
120 g bráðið smjör
1 1/2 tsk vanilludropar
400 g dökkt súkkulaði 

 

Súkkulaðismjörkrem

225 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
45 g kakó
2-3 msk rjómi
2 tsk vanilludropar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið möffinsform ofan í möffins bökunarform.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál, hrærið og setjið til hliðar.
  3. blandið eggjum, sýrðum rjóma, sykri, mjólk, olíu, bráðnu smjöri og vanilludropum saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman með sleif eða písk.
  4. Hellið því svo rólega saman við þurrefnin og hrærið með písk eða sleif. Passið ykkur að hræra ekki of mikið því við viljum alls ekki fá seigar múffur. Hrærið aðeins þar til allt hefur náð að blandast saman og ekki meira en það. 
  5. Saxið niður súkkulaði og hrærið varlega saman við. 
  6. Fyllið formin nánast full svo þið fáið múffur sem standa aðeins upp úr forminu.  Ég geymi oft örlítið af súkkulaði og set efst ofan á hverja múffu fyrir sig áður en ég set þær inn í ofn. 
  7. Bakið í ca 15-18 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. 
  8. Ég nota blástur við baksturinn.

Súkkulaðismjörkrem

  1. Þeytið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt.
  2. Blandið kakóinu saman við flórsykurinn og hrærið saman í skál.
  3. Blandið því svo saman við smjörið ásamt rjóma og vanilludropum. 
  4. Hrærið kremið þar til það er orðið mjúkt og slétt. 

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið fallega á hverja köku fyrir sig. Ég notaði stóran hinglaga stút til þess að skreyta þessar. Skreytið að vild. 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað