Jóla pavlova

by thelma

Það er gott að eiga góða nágranna þegar það þarf að smakka nýjar tilraunir í eldhúsinu, en þessi jólapavlova sló í gegn hjá nágrönnunum í smökkun hér í eldhúsinu mínu um daginn. Rauðvíns kirsuberjasírópið gerir þessa pavlovu einstaklega jólalega og fallega og gaman er að bera fram yfir hátíðirnar.

Þið getið bæði notað óáfengt rauðvín eða áfengt það skiptir ekki máli, en gerir svo einstakt bragð fyrir sírópið. Þeir sem eru hræddir við að gera marengs þá er mun auðveldara að leika sér með pavlovu þar sem hún er mun stífari og auðveldari að móta á þann hátt sem maður vill, svo ég  skora á ykkur á prófa.

Jóla Pavlova

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Pavolva

4 eggjahvítur
230 g sykur
1 tsk maísenamjöl
1 tsk hvítvíns edik

 

Rauðvínskirsuberjasíróp

180 ml rauðvín
300 g kirsuber
100 g sykur
1 dl vatn
2 tsk vanilludropar
1 tsk sítrónusafi

Toppur

½ rjómi
Súkkulaðispænir

Aðferð

Pavlova

  1. Hitið ofninn í 120 gráðu hita með blæstri og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  2. Hrærið eggjahvítur þar til þær eru orðnar að froðu, bætið þá sykri varlega saman við, smátt og s mátt í einu og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.
  3. Bætið maísenamjöli saman við ásamt hvítvínsediki og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan er orðin stíf og glansandi.
  4. Myndið hring á smjörpappírinn, gott er að teikna hann á eins og þið viljið hafa hann og mótið pavlovuna eftir því. Myndið holu/skurð ofan á hringinn með skeið en þar ofaní fer rjóminn.
  5. Bakið í klukkustund, slökkvið á ofninum og látið pavolvuna kólna með ofninum ca. 3 klst. Gott er að gera pavolvuna daginn áður og láta hana standa inni í ofni yfir nótt.
  6. Þegar kakan hefur kólnað alveg, byrjið þá á rauðvínskirsuberjasírópinu.

Rauðvínskirsuberjasíróp

  1. Setjið rauðvín í pott yfir meðal háan hita og látið sjóða þar til um helmingurinn af víninu hefur gufað upp.
  2. Skerið kirsuberin í tvennt, takið steininn úr og setjið saman við rauðvínið ásamt sykri og vatni. Látið sjóða þar til sírópið er farið að þykkna, tekur ca. 15-20 mínútur.
  3. Þegar sírópið er orðið þykkt og fallega rautt, setjið þá vanilludropa og sítrónusafa saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.
  4. Látið sírópið kólna þar til það hefur náð stofuhita áður en þið setjið á kökuna.
  5. Þeytið rjóma og setjið ofan á kökuna ásamt sírópinu, súkkulaðispónum og síðan sírópið.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað