Ef þú vilt slá í gegn í jólapartýinu í vinnunni eða hvaða partýi / saumaklúbbi sem er þá er þetta málið! Þesi spínathringur mun heilla hvern þann sem smakkar upp úr skónum. Einfaldur og sjúklega fljótlegur því það er svo mikil snilld að geta keypt tilbúið smjördeig út úr búð.
1 pakki smjördeig Afþýðið spínatið og kreistið allt vatn úr því. Setjið spínatið í skál ásamt, mozzarella osti, fetaosti, furuhnetum, majonesi og hvítlauk. Skerið ólífurnar gróflega niður og setjið saman við. Kryddið með salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skerið smjördeigið í tvennt eftir endilöngu, myndið 10 ferninga og skerið hvern ferning í tvenn svo úr verði tveir þríhyrningar. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið þríhyrningunum á hana þannig að breiði endinn snúi inn til að mynda hring. Látið endana leggjast ofaná hvorn annan til hálfs og myndið hring. Setjið spínatblönduna ofaná hringinn, leggið endana af þríhyrningunum yfir spínatblönduna og festið við innanverðan hringinn. Hrærið eggjahvítu í skál og penslið yfir deigið og setjið ofaná rifinn parmesan ost. Bakið í 15-20 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til deigið er orðið fallega gullinbrúnt. Gott bæði heitt og kalt. Innihald
300 g spínat
100 g Mozzarella ostur
120 g fetaostur
30 g svartar ólífur
40 g Ristaðar furuhnetur
120 g majones
1 hvítlauksgeiri
Salt og pipar
Eggjahvíta
Parmesan osturAðferð