Toblerone ís

by thelma

Toblerone ís er í uppáhaldi hjá mörgum þar sem sá ís hefur verið eftirréttur jólanna hjá mörgum í mörg ár. Einstaklega einföld og fljótleg uppskrift sem allir ættu að gera skellt í fyrir jólin eða næsta jólaboð.

Toblerone ís

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

ÍS
6 stk eggjarauður
6 msk sykur
150 g púðursykur
7 dl rjómi
3 tsk vanilludropar
200 g toblerone
1 dl súkkulaðisíróp (heit súkkulaðisósa eða brætt 100 g suðusúkkulaði)
TOPPUR
250 ml rjómi
Toblerone
Súkkulaðisíróp

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykrinum saman við með sleif.

  2. Þeytið rjómann, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið, hann þarf ekki að standa alveg. Blandið honum saman við eggjarauðublönduna með sleif og hrærið vel.

  3. Bætið vanilludropum saman við ásamt grófsöxuðu toblerone og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

  4. Fyrir þá sem vilja nýta eggjahvíturnar í eitthvað annað er um að gera að skella í t.d. marengs. Fyrir ykkur sem ætlið ekki að nota þær í annað er hægt að stífþeyta þær og blanda þeim saman við ísblönduna.

  5. Hellið ísblöndunni í kökuform eða ílát sem þolir frost. Hellið súkkulaðisírópinu yfir ísinn og blandið saman við með því að snúa hníf í hringi ofan í ísnum. Frystið í að lágmarki 5 klst.

TOPPUR

Þegar þið berið ísinn fram er gaman að skeyta hann fallega með rjóma og grófsöxuðu eða heilu toblerone, einnig er gott að bjóða upp á auka súkkulaðisíróp með ísnum eða aðra heimagerða súkkulaðisósu.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað