Gúrkusalat

by thelma

Einstaklega einfalt og ferskt gúrkusalat. Gott með grillkjöti, kjúkling eða fisk. Ekkert mál að gera daginn áður og geyma inni í ísskáp.

Gúrkusalat

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

2 gúrkur
1 rauðlaukur
150 g sýrður rjómi, 10%
Safi úr ½ sítrónu
4 hvítlauksgeirar
3 msk saxað ferskt dill
½ tsk salt

Aðferð

  1. Saxið gúrkurnar niður ásamt rauðlauknum og setjið í skál. Kreystið sítrónusafann yfir, saltið og blandið vel saman.
  2. Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt söxuðu dilli og hvítlauk og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  3. Gott er að láta gúrkusalatið standa í u.þ.b. 30 mínútur inni í ísskáp áður en það er borið fram svo salatið verði bragðmeira.
  4. Tilvalið með grilluðu kjöti, kjúkling eða fisk.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað