Marengs berjabomba

by thelma

Mynd eftir Heimir Óskarsson

Þessi kaka er úr kökubækling Nóa Siríus sem ég gerði fyrir þá árið 2014. Hún heillar alla veislugesti upp úr skónum, það er ekki hægt að fá meiri bombu en þetta. Ekki láta það hræða ykkur að það þarf að gera marengs og brownie því kakan er svo þess virði.

Marengs berjabomba

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

BROWNIE
230 g sykur
4 egg
200 g smjör
200 g 56% Konsum suðusúkkulaði
70 g hveiti
MARENGS
3 eggjahvítur
170 g sykur
Fylling
½ lítri rjómi
TOPPUR
200 g 56% Konsum suðusúkkulaði
70 g smjör
3 msk síróp
Ber að eigin vali

Aðferð

Brownie

 1. Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í botninn á tveimur 20 cm hringlaga bökunarformum.

 2. Þeytið egg og sykur saman í skál þar til blandan verður ljós og létt.

 3. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti yfir lágum hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.

 4. Setjið hveitið varlega saman við brædda súkkulaðið og hrærið vel. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni

 5. saman við eggjablönduna og hrærið saman með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

 6. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 30 mínútur.

 7. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær úr formunum. Á meðan þær kólna er gott að undirbúa marengsinn.

  Marengs

 1. Stillið ofninn í 150 gráður, setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndið tvo hringi jafn stóra og brownie kökurnar eru.

 2. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Smyrjið marengsinum á plötuna og bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu.

 3. Kælið marengsinn alveg áður en þið staflið kökunum.

Súkkulaðiglassúr

 1. Bræðið smjör, súkkulaði og síróp saman í potti við lágan hita og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.

 2. Þeytið rjóma og setjið á milli botnanna. Setjið marengs neðst og svo brownie og koll af kolli með rjóma á milli. Setjið súkkulaðiglassúrið ofan á og látið leka aðeins niður hliðarnar á kökunni.

 3. Skreytið með berjum að eigin vali og stráið flórsykri yfir berin með sigti. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað