Kanilsnúðar með súkkulaðiglassúr

by thelma
Myndir eftir Lárus Karl

Þessir snúðar eru í algjöru uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og sérstaklega börnunum mínum. Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg og inniheldur hvorki ger né egg. Þeir eru bestir heitir með súkkulaðiglassúr og ískaldri mjólk. Þessi uppskrift er sú uppskrift sem ég gríp oftast til þegar ég þarf að útbúa eitthvað einstaklega gott en fljótlegt og einfalt, þeir bara klikka aldrei.

Kanilsnúðar með súkkulaðiglassúr

Prenta
fyrir: ca 25 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.0/5
( 2 voted )

Innihald

550 g hveiti
5 tsk lyftiduft
85 g sykur
100 g smjör, brætt
350 ml mjólk
FYLLING
50 g smjör
sykur og kanill
SÚKKULAÐIGLASSÚR
500 g flórsykur
3 msk dökkt kakó
60 g smjör, brætt
2 msk heitt kaffi
heitt vatn

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið smjörpappír á ofplötu.

 2. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman.

 3. Bræðið smjör og hellið því saman við ásamt mjólkinni.

 4. Hnoðið deigið og fletjið út þar til það er orðið um 1 cm þykkt.

Fylling

 1. Bræðið smjörið og smyrjið því yfir deigið.

 2. Blandið kanil og sykri saman og stráið vel yfir.

 3. Rúllið deiginu þétt upp, skerið í 2-3 cm bita og setjið á bökunarplötuna. Þrýstið snúðunum aðeins niður og bakið í rúmlega 15 mínútur eða þar til þeir hafa náð ljósgylltum lit.

Súkkulaðiglassúr

 1. Hrærið flórsykur og kakó saman. Bræðið smjör og hellið því saman við.

 2. Bætið því næst kaffi út í og hrærið vel. Bætið heitu vatni saman við þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið orðið mjúkt og slétt.

 3. Bætið aðeins litlu magni af vatni saman við í einu og hrærið vel á milli því þið viljið ekki hafa glassúrinn of þunnan.

 4.  

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað