Kartöflur með pestó og parmesan

by thelma

Stökkar og hrikalega góðar kartöflur sem henta með hvaða rétti sem er. Grænt pestó gefur einstaklega gott bragð á meðan parmesan osturinn gerir kartöflurnar stökkar og góðar.

Kartöflur með pestó og parmesan

Prenta
fyrir: 6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

1 kg kartöflur
1 msk ólífu olía
1 hvítlaukur
1 dós grænt pestó
30 g parmesan ostur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita.

  2. Skolið kartöflurnar og skerið þær í tvennt og setjið í eldfast mót.

  3. Setjið ólífu olíu á kartöflurnar og veltið þeim upp úr henni á samt rifnum hvítlauk.

  4. Setið grænt pestó saman við og veltið kartöflunum upp úr því þar til það hefur þakið allar kartöflurnar.

  5. Rífið niður parmesan ost yfir kartöflurnar og hrærið létt.

  6. Bakið kartöflurnar í 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Gott er að hræra í kartöflunum eftir 15 mínútur í ofninum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað