Fiskur í rjómaostasósu

by thelma

Fiskur í rjómaostasósu

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

1 kg af þorsk eða ýsu, ófrosinn
½ haus af brokkolí
½ haus af blómkáli
200 g af rjómaosti með graslauk og lauk
200 g rjómaostur, hreinn
2 dl matreiðslurjómi
1-2 tsk af hvítlaukspipar
½ tsk salt
100 g pizzaostur, rifinn

Aðferð

 

  1. Hitið ofninn í 190 gráður.
  2. Setjið fisk í eldfast mót ásamt niðurskornu brokkolí og blómkáli.
  3. Setjið báða rjómaostana í pott ásamt rjómanum yfir meðal háan hita og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Kryddið með hvítlaukspipar og salti, gott er að smakka sósuna til og krydda þá meira ef þess er þörf.
  5. Hellið rjómaostasósunni yfir fiskinn og eldið í 15 mínútur við 190 gráðu hita.
  6. Takið fiskinn út og setjið ostinn yfir og setjið aftur inn í ofn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað alveg.

Berið fram með soðnum kartöflum og/eða hrísgrjónum

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað