Litlar súkkulaði ostakökur með súkkulaðirjóma

by thelma

Einstaklega góðar ostakökur með súkkulaðikremi og súkkulaðirjóma sem eru tilvaldar sem eftirréttur við hvaða tilefni sem er. Það tekur smá tíma að búa þær til en eru hverrar mínútunnar virði. Auðvelt að gera þær 2-3 dögum áður en þær eru bornar fram. Það er einstaklega gaman að bera fram smáa fallega eftirrétti þar sem hver og einn fær sína eigin köku sem er fallega skreytt og enn skemmtilegra að bjóða upp á litlar ostakökur.

Litlar súkkulaði ostakökur með súkkulaðirjóma

Prenta
fyrir: 12-14 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Innihald

Botn

10 stk oreo kexkökur

30 g smjör, brætt

 

Ostakökur

350 g rjómaostur, gamli

150 g sykur

35 g kakó

1 dós sýrður rjómi 10% (180g)

30 ml rjómi

1 tsk vanilludropar

2 egg

 

Súkkulaðikrem

100 g dökkt súkkulaði

100 ml rjómi

2 msk síróp

 

Súkkulaðirjómi

150 ml rjómi

2 msk flórsykur

2 msk kakó

Aðferð

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 160 gráður og raðið bollakökuformum ofan í bollaköku bökunarform.
 2. Setjið Oreo kex í matvinnsluvél og hakkið þar til það eru orðið fín malað.
 3. Bræðið smjör og blandið saman við kexið og hrærið vel saman.
 4. Setjið 1 msk af kexblöndu ofan í hvert form og þrýstið niður með glasi eða öðru sem gott er að þrýsta kexinu vel niður með.
 5. Hrærið rjómaost og sykur saman þar til blandan verður mjúk og slétt.
 6. Bætið kakói saman við ásamt sýrðum rjóma, rjóma, eggjum og vanillu.
 7. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og það eru engir kekkir í deiginu. Gott er að skafa hliðarnar á skálinni svo allt blandist sem best saman.
 8. Gott er að setja deigið í sprautupoka og sprauta því ofan í hvert form fyrir sig. Fyllið formin alveg upp í topp, kökurnar falla aðeins eftir baksturinn og því þarf að fylla formin alveg.
 9. Bakið kökurnar í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar virðast vera orðnar full bakaðar. Toppurinn á kökunum brotnar kannski aðeins en það jafnar sig.
 10. Þegar bökunartíma líkur þá slökkvi þið á ofninum og leyfið kökunum að jafna sig í 10 mínútur. Þegar þær eru liðnar er gott að opna ofninn aðeins og leyfa þeim að jafna sig í aðrar 10 mínútur.
 11. Kælið kökurnar í 1-2 klukkustundir áður en þið takið þær úr bollakökuformunum og skreytið þær.

Súkkulaðikrem aðferð

 1. Setjið rjóma í pott yfir meðalháan hita og hitið rjómann þar til hann er alveg að fara sjóða.
 2. Slökkvið undir pottinum, setjið súkkulaðið saman við ásamt sírópinu og hrærið saman þar til súkkulaðikremið er orðin fínt og slétt.
 3. Látið það standa í rúmlega 10 mínútur í pottinum til þess að þykkna aðeins áður en þið setjið kremið á kökurnar.
 4. Setjið 1 msk af súkkulaðikremi ofan á hverja köku.

Súkkulaðirjómi aðferð

 1. Þeytið rjómann þar til hann er alveg að fara að standa.
 2. Sigtið flórsykur og kakó saman við rjómann og hrærið saman með sleif.
 3. Setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum fallega ofan á hverja köku fyrir sig.
 4. Geymið kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. Kökurnar geymast vel í 4-5 daga og því er tilvalið að gera þær fram í tímann.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað