Þegar ég bjó í Ameríku vissi ég ekkert betra en volgar stórar súkkulaðibita múffur. Þessar minna mig ótrúlega á þær sem ég fékk þar og haldast mjúkar í 3 daga hið minnsta. Þessi uppskrift er frekar stór og ekkert mál að helminga hana, en af gefinni reynslu virðist ég aldrei baka nóg af þessum múffum því þær hverfa jafnóðum. Einnig er auðvelt að frysta kökurnar þegar þær hafa náð stofuhita Þið takið þær út úr frystinum og leyfið þeim að þiðna, þá er gott að setja þær örstutt inn í örbylgju eða heitann ofn svo þær verði eins og nýbakaðar.
Þú færð ca 24 stk múffur/bollakökur ef þú notar meðalstór form (t.d. þessi hvítu frá Duni) eða 12 stk stórar múffur. 550 g hveiti Ef þið ætlið að frysta kökurnar er mikilvægt að þær hafi náð stofuhita áður en þær eru fyrstar. Geymast í frysti í allt að 3 mánuði. Gott er að hita þær örlítið þegar þær hafa náð að þiðna svo þær verði eins og nýbakaðar.Innihald
6 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk kanill
3 egg
120 g sýrður rjómi
300 g sykur
350 ml mjólk
120 ml olía (t.d sólblóma)
120 g bráðið smjör
1 1/2 tsk vanilludropar
400 g dökkt súkkulaði Aðferð
Notes