Alvöru súkkulaðibita múffur

by thelma

Þegar ég bjó í Ameríku vissi ég ekkert betra en volgar stórar súkkulaðibita múffur. Þessar minna mig ótrúlega á þær sem ég fékk þar og haldast mjúkar í 3 daga hið minnsta. Þessi uppskrift er frekar stór og ekkert mál að helminga hana, en af gefinni reynslu virðist ég aldrei baka nóg af þessum múffum því þær hverfa jafnóðum. Einnig er auðvelt að frysta kökurnar þegar þær hafa náð stofuhita Þið takið þær út úr frystinum og leyfið þeim að þiðna, þá er gott að setja þær örstutt inn í örbylgju eða heitann ofn svo þær verði eins og nýbakaðar.

Alvöru súkkulaðibita múffur

Þegar ég bjó í Ameríku vissi ég ekkert betra en volgar stórar súkkulaðibita múffur. Þessar minna mig ótrúlega á þær sem ég… Allar uppskriftir múffur, súkkulaðibita, súkkulaðibita múffur, möffins, bollakökur European Prenta
fyrir: 12-24 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Þú færð ca 24 stk múffur/bollakökur ef þú notar meðalstór form (t.d. þessi hvítu frá Duni) eða 12 stk stórar múffur.

550 g hveiti
6 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk kanill
3 egg
120 g sýrður rjómi
300 g sykur
350 ml mjólk
120 ml olía (t.d sólblóma)
120 g bráðið smjör
1 1/2 tsk vanilludropar
400 g dökkt súkkulaði 

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita og setjið möffinsform ofan í möffins bökunarform.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál, hrærið og setjið til hliðar.
  3. blandið eggjum, sýrðum rjóma, sykri, mjólk, olíu, bráðnu smjöri og vanilludropum saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman með sleif eða písk.
  4. Hellið því svo rólega saman við þurrefnin og hrærið með písk eða sleif. Passið ykkur að hræra ekki of mikið því við viljum alls ekki fá seigar múffur. Hrærið aðeins þar til allt hefur náð að blandast saman og ekki meira en það. 
  5. Saxið niður súkkulaði og hrærið varlega saman við. 
  6. Fyllið formin nánast full svo þið fáið múffur sem standa aðeins upp úr forminu.  Ég geymi oft örlítið af súkkulaði og set efst ofan á hverja múffu fyrir sig áður en ég set þær inn í ofn. 
  7. Bakið í ca 15-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Ef þið gerið minni múffurnar er gott að kíkja á þær eftir 15 mínútur. 
  8. Ég nota blástur við baksturinn.
  9. Njótið með ískaldri mjólk eða því sem ykkur langar til.

Notes

Ef þið ætlið að frysta kökurnar er mikilvægt að þær hafi náð stofuhita áður en þær eru fyrstar. Geymast í frysti í allt að 3 mánuði. Gott er að hita þær örlítið þegar þær hafa náð að þiðna svo þær verði eins og nýbakaðar.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað