Heitt Nutella kakó með saltaðri karamellu og salthnetum

by thelma

Þetta kakó er aðeins öðruvísi en þetta hefðbundna sem við þekkjum og því er gaman að koma fólki á óvart með því. Hvernig getur eitthvað sem inniheldur Nutella, saltaða karamellu og salthnetur hljómað illa. Fljótlegt og skemmtilega öðruvísi, tilvalið að bera það fram sem eftirrétt.

Heitt Nutella kakó með saltaðri karamellu og salthnetum

Prenta
fyrir: 2-4 undirbúningstími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

4 dl mjólk
5 msk (kúfaðar) Nutella súkkulaðismjör
100 g pipp með karamellufyllingu
(má nota tilbúna karamellusósu
1/2 tsk sjávarsalt
1/4 lítri rjómi
salthnetur

Aðferð

  1. Setjið mjólk í pott og hitið yfir meðalháum hita. 

  2. þegar mjólkin er farin að sjóða setjið þá Nutella súkkulaðismjör saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Látið sjóða í smá stund og setjið svo til hliðar.

  3. Bræðið Pipp með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 4 msk af rjóma og salti. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. 

  4. Hellið heita súkkulaðinu í bolla, þeytið restina af rjómanum og setjið 2 msk af rjóman ofan á kakóið ásamt brædda pippinu. Skreytið með salthnetum. 

Notes

Það er lítið mál að nota tilbúna og keypta karamellu, bæði er hægt að bæta salti saman við hana ef þið viljið eða hafa hana eins og hún er.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað