Súkkulaði og pecanhnetu ísterta

by thelma

Mynd eftir Lárus Karl

Til að fá hana sem fallegasta í laginu er best að nota meðalstórt hringlaga smelluform því þá er svo auðvelt að taka kökuna úr forminu og færa yfir á fallegan disk sem þú vilt bera hana fram á. Best er að láta kökuna þiðna örlítið, samt ekki of lengi, setja beittan hníf undir botninn þannig að kakan verði laus og vippa henni svo yfir á disk. Svo er bara hægt að láta hugmyndunaraflið fara af stað hvað varðar skreytingar ofan á. Auðvelt er t.d. að skrifa nafn á kökuna með karamellusósunni (best að setja hana aðeins í heitt vatn áður) ef t.d. á að bera fram sem afmælisköku.

Tips frá Mr. Handsome: gott að borða ísinn með slatta af þeyttum rjóma!

Súkkulaði og pecanhnetu ísterta

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

6 egg
6 msk sykur
100 g bráðið mars með 5 msk. rjóma
7 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
150 gr suðusúkkulaði dökkt/ljóst eftir smekk skorið niður í litla bita.
100 g pecanhnetur skornar mjög smátt.
100 g heslihnetur hakkaðar
60 g karamellu, t.d íssósa eða tilbúin karamellusósa

Aðferð

  1. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt, hellið svo bráðnuðu marsi saman við og hrærið varlega með sleif.

  2. Þeytið rjóma og blandið honum varlega saman við blönduna, ásamt súkkulaði, pecanhnetunum og vanilludropunum.

  3. Stífþeytið því næst eggjahvítur og blandið þeim varlega saman við með sleif.

  4. Setjið hakkaðar heslihnetur í botninn á meðalstóru kökuformi, hellið svo ísblöndunni yfir, setjið  karamellusíróp/sósu yfir ísinn og blandaðu því saman við með því að snúa hníf í nokkrar hringi í gegnum ísinn, passaið þó að fara ekki of nálægt botninum til að fara ekki í hneturnar í botninum.

  5. Frystu í lágmark 5 klst. Þegar ísinn er orðinn vel frosinn er hann tekinn úr kökuforminu og settur á disk, raðaðu pekanhnetunum ofan á og skreyttu með karamellusírópi.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað