Pönnukökurnar hennar mömmu

by thelma

Hver elskar ekki pönnukökur? Ég hef alist upp við pönnukökubakstur og eru pönnukökurnar hennar mömmu þær lang bestu! Þegar börnin mín gista hjá ömmu sinni þá eru alltaf pönnukökur í morgunmat, þau bara taka ekkert annað í mál þar sem amman er búin að koma þeim upp á lagið með þessa hefð!

Þessi uppskrift er einstaklega auðveld, auðvitað tekur smá tíma að baka pönnukökur og ekki allir sem hafa þolinmæðina í það að bíða eftir hverri köku að bakast, en það er svo þess virði. Það er líka ákveðin hugleiðsla í því að baka pönnukökur, ró og slökun.

Pönnukökurnar hennar mömmu

Prenta
fyrir: ca 20 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

300 g hveiti 
2 msk sykur
3 stk egg
6 til 7 dl mjólk 
30 g smjör, bráðið
2 til 3 tsk vanilludropar
1/4 tsk salt 

Aðferð

Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál og hrærið vel saman. Setjið eggin saman við eitt í senn og hrærið léttilega á milli með písk. Blandið mjólkinni saman við smátt og smátt í einu ásamt brædda smjörinu og hrærið vel á milli. Því næst setji þið vanilludropa eftir smekk, ég nota yfirleitt 3 tsk  því ég vil hafa mikið bragð af þeim. Hrærið allt saman mjög vel, ef það koma kekkir í deigið þá er ekkert mál að sigta það bara yfir í aðra skál.
 
Setjið pönnukökupönnuna á helluna eða gasið, ég er með gas og notast við frekar háan hita fyrst og lækka svo niður í meðalháan hita, setjið smá smjör á pönnuna svo deigið festist ekki við og skellið fyrstu pönnukökunni á. 
 
Gott að bera fram með t.d. nutella, rjóma, sultu, sykri, jarðaberjum, bláberjum og öllu því sem hugurinn girnist!!
 
Munið svo að þvo aldrei pönnuna eftir notkun!! það eru bara lögmál!

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað