Marengs með lakkríssósu og súkkulaðirjóma

by thelma

Marengs með lakkríssósu og súkkulaðirjóma

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Botn
3 eggjahvítur
180 g sykur
½ tsk lyftiduft
70 gr Rice Krispies

 Lakkrísósa
1 poki bingókúlur
100 g suðusúkkulaði
½ dl rjómi

Toppur
½ lítri rjómi
2 msk kakó
2 msk flórsykur
1 kassi af hrauni
250 g jarðaber

 

Aðferð

Hitið ofninn í 150 gráður hita (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til marengsinn verður stífur og stendur. Setjið lyftiduft saman við og hrærið vel. Blandið Rice Krispies saman við og hrærið léttilega með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Myndið hring á bökunarpappírinn, gott er að nota hringlótt kökuform til að móta marengsinn eftir. Setjið marengsinn á formið og bakið í um það bil 50 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af bökunarplötunni svo hann brotni ekki, setjið á botninn kaldann. Það er í góðu lagi að baka marengsbotn nokkrum dögum áður en setja á ofan á hann svo lengi sem hann er geymdur vel t.d. inni í ofni.

Lakkríssósa

Setjið Bingókúlur, súkkulaði og rjóma saman í pott yfir lágum hita og hrærið þar til allt hefur bráðnað og blandast vel saman. Setjið helming sósunnar á marengsbotninn og setjið svo ofan á hana.

Toppur

Þeytið rjóma þar til hann verður stífur og stendur, passið þó að þeyta hann ekki of mikið. Sigtið 2 msk af kakói ofan í rjómann og hrærið varlega saman með sleif ásamt flórsykrinum. Setjið rjómann ofan á botninn. Grófsaxið hraunbita og jarðaber og setjið ofan á. Setjið restina af lakkríssósunni ofan á kökuna.

Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað