Brownie með glassúr

by thelma

Brownie með glassúr

Prenta
fyrir: 8-10 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

230 g smjör, brætt

50 g kakó

260 g hveiti

400 g sykur

4 egg

3 tsk vanilludropar

 

Glassúr

60 g smjör við stofuhita

60 ml mjólk

25 g kakó

300 g flórsykur

Aðferð

Brownie

  1. Hitið ofninn í 170 gráður og setjið bökunarpappír í form sem er ca 22x33 cm að stærð.
  2. Blandið saman kakóki og bræddu smjöri og hrærið saman
  3. Blandið hveiti og sykri saman í skál og hrærið saman, blandið því saman við og hrærið.
  4. Setjið egg saman við eitt í senn ásamt vanilludropum.
  5. Setjið deigið í form og dreyfið jafnt úr því. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur næstum því hreinn upp úr miðju kökunnar. Gott er að hafa kökuna örlítið blauta í sér. Passið ykkur að alls ekki að baka kökuna of mikið. Gott er að kíkja eftir 20 mínútur og sjá hvort hún sé ekki bara tilbúin. Ofnar eru svo mismunandi, ég bakaði könuna með blæstri.

Glassúr

Blandið öllu hráefni saman í skál og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og glassúrinn er orðinn sléttur og fínn.

Takið kökuna út úr ofninum og látið hana standa í 5-10 mínútur á borðinu áður en þið setjið glassúrinn á. Glassúrinn á að bráðna aðeins á kökunni svo mikilvægt er að kakan sé aðeins heit þegar hann er settur á. Skerið í bita/sneiðar og njótið. 

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað