Mintu pavlova

by thelma

Þessi kaka er eitthvað annað segir Mr. Handsome. Mintubragðið gerir kökuna svo ferska og góða, ekta kaka til að gera við sérstakt tilefni. After eight súkkulaðið gerir einstakt bragð þegar því er blandað saman við rjómann.

Mintu pavlova

Prenta
fyrir: 7 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

Pavolva

4 eggjahvítur
230 g sykur
1 tsk maísenamjöl
1 tsk hvítvíns edik
1 tsk piparmintudropar

Toppur

100 g dökkt súkkulaði
1/2 l rjómi
2 msk flórsykur
1/2 tsk piparmintudropar
15 stk after eight plötur (má vera meira eða minna)
Skreyta með after eight plötum skornar til helminga

 

Aðferð

Pavlova

  1. Hitið ofninn í 120 gráðu hita með blæstri og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  2. Hrærið eggjahvítur þar til þær eru orðnar að froðu, bætið þá sykri varlega saman við, smátt og s mátt í einu og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.
  3. Bætið maísenamjöli saman við ásamt hvítvínsediki og piparmintudropum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan er orðin stíf og glansandi.
  4. Myndið rósir sem koma hver a eftir annarri í hring þannig þær eru fastar saman á smjörpappírinn. Ég nota sprautustút 1M. Hérna er þó hægt að láta hugmyndaflugið ráða og gera pavlovu eins og ykkur langar til. 
  5. Bakið í klukkustund, slökkvið á ofninum og látið pavolvuna kólna með ofninum ca. 3 klst. Gott er að gera pavolvuna daginn áður og láta hana standa inni í ofni yfir nótt.

Toppur

  1. Bræðið dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði eða inni í örbylgju á lágum hita. Setjið óreglulega yfir rósirnar með skeið. 
  2. þeytið rjóma, passið þó að þeyta hann ekki of mikið, blandið flórsykri saman við og hrærið. Skerið after eight plöturnar smátt niður og blandið saman við rjómann ásamt mintudropum og hrærið saman með sleif. 
  3. Sprautið rjómanum fallega yfir rósirnar eða setjið á með skeið, skerið after eight til helminga og skreytð. Einnig er falleg að setja súkkulaðispænir yfir rjómann.
  4. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. Gott er að setja á kökuna daginn áður en ekki nauðsynlegt.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað