Jólabollakökur með sítrónukremi

by thelma

Þegar þessar fara í ofninn fyllist húsið af unaðslegum jólailm, svo ef þú ert ekki með jólaandann yfir þig, skelltu í þessar og það breytist fljótt. Sítrónukremið er einstaklega ferskt á móti kryddaðri kökunni.

Jólabollakökur með sítrónukremi

Prenta
fyrir: 12-16 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

160 g hveiti
1 1⁄2 tsk engifer krydd
1 tsk kanill
1⁄2 tsk múskat
1⁄4 tsk salt
55 g smjör við stofuhita
115 g sykur
130 g síróp
1 stk egg létthrært
110 ml sterkt heitt kaffi
1 tsk matarsódi
SÍTRÓNUKREM
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
2 msk mjólk
1 tsk sítrónudropar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 C og raðið 12 bollakökuformum í bollakökubökunarform.

  2. Setjið hveiti, engifer, kanil, múskat og salt saman í skál og setjið til hliðar.

  3. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt.

  4. Létthrærið eggið og blandið því saman við ásamt sírópinu og hrærið.

  5. Setjið matarsóda saman við sterkt heitt kaffi og hrærið þar til matarsódinn hefur náð að leysast alveg upp og hellið því saman við blönduna.

  6. Blandið síðan hveitinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

  7. Fyllið bollakökuformin til hálfs og bakið í 15 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

Sítrónukrem

  1. Hrærið kremið þar til það verður ljóst og létt, bætið flórsykrinum saman við smátt og smátt í einu.

  2. Blandið mjólk saman við ásamt sítrónudropunum og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt.

  3. Setjið kremið í sprautupoka með sprautustút 1M og sprautið því á kældar kökurnar.

  4. Skreytið með piparkökum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað