Súkkulaðibita smákökur

by thelma

Þetta eru smákökurnar sem allir elska og slá alltaf í gegn og þá sérstaklega hjá börnunum og jólasveinum! Hvað er betra en súkkulaðibitasmákökur ný komnar út úr ofninum með ískaldri mjólk? nei bara spyr? Einstaklega mjúkar og góðar kökur.


súkkulaðibita smákökur

Prenta
fyrir: 20 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 4.0/5
( 2 voted )

Innihald

115 g smjör
100 g sykur
50 g púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
1 egg
220 g hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
300 g súkkulaði

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180 gráðu hita (ég nota blástur) og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur.

  2. Setjið smjör í skál og hitið í örbylgjunni í 30 sek. Smjörið á bara rétt að bráðna svo það verði auðveldara að blanda því vel saman við sykurinn.

  3. Setjið smjörið í skál ásamt sykri og púðursykri og hrærið þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið ykkur þó að hræra aldrei of mikið svo að kökurnar verði ekki seigar.

  4. Setjið hveiti, matarsóda og salt saman í skál og hrærið saman. Bætið því saman við deigið smátt og smátt í einu og hrærið stuttlega á milli. Hrærið þar til deigið hefur myndað kúlu og alveg sleppt skálinni.

  5. Skerið súkkulaðið gróflega niður og blandið því saman við deigið. Gott er að nota hendurnar hérna svo að súkkulaðið blandist vel saman við.

  6. Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu, eins stórar og þið viljið hafa kökurnar og raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplöturnar. Fyrir ykkur sem eigið kökuskeið er algjör snilld að nota hana því þá eru kökurnar allar jafn stórar.

  7. Bakið kökurnar í 10 mínútur eða þar til þær hafa náð gyltum lit og lyft sér vel. Passið ykkur að baka kökurnar alls ekki of lengi því þá verða þær seigar og harðar. Kökurnar eru alveg linar þegar þær koma út ur ofninum. Látið kökurnar kólna í nokkra stund áður en þið takið þær af bökunarplötunum.

  8. Kökurnar þurfa að jafna sig aðeins eftir að þær koma út úr ofninum og festast betur.

  9. Gott með ískaldri mjólk.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað