Mjúkar súkkulaðibitakökur með rjómaosti

by thelma

Mjúkar súkkulaðibitakökur með rjómaosti

Prenta
fyrir: 30 stk undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 2 voted )

Innihald

150 g smjör við stofuhita
50 rjómaostur
100 g dökkur púðursykur
100 g sykur
1 egg, stórt
2 tsk vanilludropar
300 g hveiti
1 tsk matarsódi
¼ tsk sjávarsalt
200 g dökkt súkkulaði

Aðferð

  1. Hrærið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður ljós og létt.
  2. Bætið sykri saman við og hrærið vel saman.
  3. Setjið egg og vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa hliðar skálarinnar hér.
  4. Blandið hveiti,matarsóda og salti saman í skál og setjið saman við deigið smátt og smátt í einu.
  5. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman, passið ykkur þó að hræra ekki of mikiðsvo kökurnar verði ekki seigar.
  6. Skerið niður súkkulaði í grófa bita og blandið saman við.
  7. Setjið deigið í skál með plastfilmu yfir og kælið í rúma 1-2 klst.
  8. Takið deigið út og leyfið því að jafna sig í rúmar 15 mínútur. Setjið bökunarpappír á tvær bökunarplötur, myndið jafnstórar kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á plöturnar. Þrýstið örlítið niður á hverja köku með fingrunum.
  9. Bakið í í 10 mínútur við 170 gráðu hita. Kælið kökurnar alveg áður en þið takið þær af bökunarplötunni og setjið í box svo þær haldist mjúkar. Kökurnar eru þó einstaklega góðar heitar með ískaldri mjólk.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað