Jóladagatal

by thelma

Ég skellti í smá jóladagatal til að skipuleggja mig. Það getur verið gott að setja upp smá dagskrá með fjölskyldunni þar sem desember mánuður getur verið afar lengi að líða fyrir minnstu fjölskyldumeðlimina! Það eru líka meiri líkur á því að við látum verða að því að gera það sem hefur verið ákveðið fyrir fram og skrifað niður. Hérna deili ég með ykkur nokkrar af mínum uppáhalds uppskriftum. Þær eru allar að finna á hérna á blogginu.

Einnig bjó ég til annað dagatal þar sem þið getið fyllt sjálf inn í ykkar hefðir eða plön í desember. Ég setti líka inn hvaða daga jólasveinarnir koma til byggða og hver kemur hvaða dag. Þetta vill oft gleymast og gaman er að vita hver gefur sér í skóinn. Njótið!

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað