Piparköku marengs í glasi

by thelma

Piparköku marengs í glasi

Prenta
fyrir: 4-6 undirbúningstími: eldunartími:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat
Rating: 5.0/5
( 1 voted )

Innihald

3 eggjahvítur

170 g sykur

100 g piparkökur, hakkaðar

½ lítri rjómi frá Gott í matinn

Púðursykurskaramella

100 g púðursykur

½ dl rjómi frá Gott í matinn

30 g smjör

¼ tsk. salt

½ tsk. vanilludropar

Aðferð

Marengsbotn

  1. Þeytið eggjahvítur og bætið sykri saman við. Þeytið þar til  marengsinn verður stífur og stendur.

  2. Hakkið piparkökurnar gróflega niður og hrærið saman við marengsinn með sleif.

  3. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og myndið hring úr marengsinum. Bakið við 150 gráðu hita í 30-40 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þurr viðkomu. Leyfið marengsinum að kólna og brjótið hann svo gróflega niður.

Púðursykurskaramella

  1. Útbúið nú karamelluna með því að setja allt hráefni saman í pott yfir meðalháum hita og hrærið af og til.

  2. Þegar púðursykurinn er alveg bráðnaður saman við allt látið þá karamelluna sjóða í nokkrar mínútur, hrærið stanslaust svo hún brenni ekki við. Því lengur sem þið hitið hana því þykkri verður hún. Setjið karamelluna í ílát/krukku og kælið t.d. inni í ísskáp í örstutta stund. Karamellan má ekki vera sjóðandi heið þegar hún er sett ofan á rjómann því annars bráðnar hann.

  3. Þeytið rjóma á meðan að karamellan er að kólna. Setjið rjóma í glas/skál, setjið marengsbita ofan á og síðan karamellu. Endurtakið þar til glasið er orðið fullt. Setjið karamellu ofan á toppinn ásamt hökkuðum piparkökum. Skeytið með piparkökum að vild. Geymið í kæli þar til borið er fram.

 

Notes

Einnig er hægt að gera marengsköku úr þessari uppskrift en þá mæli ég með að tvöfalda marengsinn og gera tvo botna. Setja rjóma á milli og nóg af karamellu ofan á ásamt piparkökum.

Skildu eftir athugasemnd

Þér gæti einnig líkað